Markmið Gríms Kokks er að framleiða aðeins fyrsta flokks vöru úr fyrsta flokks hráefni sem er bæði holl, bragðgóð og fljótlegt að framreiða. Flestar okkar vörur eru fulleldaðar, svo aðeins þarf að hita þær upp.

Þar sem við höfum aðgang að ferskasta fisk í heimi, höfum við lagt megin áherslu á tilbúna fiskrétti úr úrvals hráefni. Einnig erum við að framleiða þrjár tegundir af grænmetisbuffum sem hafa verið mjög vinsæl. Við notum ekki MSG í matvöru okkar. Þær fást í öllum helstu matvöruverslunum, og í fiskborðum stórmarkaðanna. Mötuneyti bæði stór og smá geta pantað og fengið þessa gæðavöru senda á staðinn.
Vinsamlega kynntu þér þá fjölbreyttu rétti sem við höfum hér upp á að bjóða.

Kær kveðja,
Grímur kokkur.
 
 
Grímur kokkur ehf  |  Hlíðarveg 5  |  900 Vestmannaeyjar  |  481 2665  |  grimurkokkur@grimurkokkur.is
Keyrir á vefumsjónarkerfi Smartmedia