22.07.2014

Nýtt Grænmetislasagna

 Grænmetislasagna frá Heilsuréttum fjölskyldunnar.

Þessi girnilegi réttur er fullur af hollu grænmeti,  m.a. sætarkartöflum, gulrótum, lauk og hvítlauk. Engin bindiefni eru í honum og við notum ekki hvítt hveiti í lagsagnablöðin. Þess í stað notum við heilhveiti.  Þá inniheldur rétturinn einnig kókosmjólk.

Lasagnað er himneskt gott í munni jafnt sem í maga og ekki þarf að glíma við samviskuna eftir máltíð. Heilsuréttir fjölskyldunnar mæla með því að bjóða upp á uppáhalds ferska salatið ykkar með.

Upphitunaraðferð:

Hitið í ofni þar til rétturinn er orðinn gegnum heitur, um það bil 25 mín við 180°C í ofni. 


 
Til baka
Grímur kokkur ehf  |  Hlíðarveg 5  |  900 Vestmannaeyjar  |  481 2665  |  grimurkokkur@grimurkokkur.is
Keyrir á vefumsjónarkerfi Smartmedia