Fiskibollur með viðbættu Omega-3

SkráargatiðGríms fiskibollur eru ljúffengar og bragðgóðar og margir viðskiptavinir Gríms kokks hafa sagt að þær minni helst á fiskibollurnar hennar mömmu. Þetta er gamall íslenskur réttur sem er þó alltaf jafn vinsæll meðal landsmanna. Prófaðu þessar frábæru fiskibollur og þú verður ekki fyrir vonbrigðum.
Fiskibollurnar eru fulleldaðar, aðeins þarf að hita þær upp í ofni, á pönnu eða í örbylgjuofni.
Fiskibollurnar með viðbættu omega-3 eru eggja-, mjólkur-, ger- og glútenlausar.
Hátt innihald omega-3 fitusýra stuðla að viðhaldi eðlilegrar sjónar, heila- og hjartastarfsemi.
Eldunarleiðbeiningar
– Hitið í ofni í 8-10 mínútur við 180°C ef bollurnar eru frosnar þarf 15-20 mínútur.
– Hitið á pönnu þar til þær eru gegnum heitar.
– Hitið í örbylgjuofni í 3-4 mínútur.
Ath! Ofnar eru mismunandi að gerð og gæðum, og er upphitunartíminn aðeins til viðmiðunar.

Grímur kokkur mælir með:

Soðnum kartöflum, salati, brúnni sósu með eða án lauks, lauksmjöri eða karrý sósu.
Þessi vara er seld í eftirfarandi pakkningum:

Kælivara
28 x 550g

Frystivara
5kg

Fiskibollur með viðbættu Omega-3

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email
Vörunúmer: 331 Flokkur:
Shopping Basket

Fiskibollur með viðbættu Omega-3

Fiskur: þorskur og ýsa (50%), laukur, kartöflur, kartöflumjöl, vatn, glútenlausar hveiti trefjar, Omega-3 fitusýru olía (1,5%) (hreinsuð fiskiolía, kaldpressuð extra jómfrúar ólífuolía), salt, hvítur pipar.

Steikt upp úr repjuolíu.

Næringargildi í 100 g: Orka 583 kJ / 139 kkal, fita 4,4 g, þar af mettuð fita 0,5 g, kolvetni 14,1 g, þar af sykurtegundir 0,0 g, trefjaefni 3,9 g, prótein 8,8 g, salt 1,0 g, EPA+DHA 0,3, total Omega-3 0,4 g.