reykt ýsa

Reykt ýsa með hrísgrjónum og eplum

Byrjið á að sjóða hrísgrjónin.
Ýsan er roðrifin og sett í pott. Suðunni er náð upp og þá er ýsan tekin úr pottinum.
Setjið hrísgrjónin í eldfast mót og raðið ýsunni yfir. Skerið grænmetið og eplin og svissið á pönnu. Bætið rjómanum og sæta sinnepinu á pönnuna. Því næst er þessu bætt við í eldfasta mótið og að lokum er ostinum dreift yfir.
Bakað í 175°c heitum ofni í 12 mínútur. Gott er að bera fram með þessu hvítlauksbrauð og ferskt salat.

  • 1200 g reykt ýsa
  • 200 g hrísgrjón
  • 2 stk rauð epli
  • 1 stk laukur
  • 1 stk rauð paprika
  • 1 peli rjómi
  • 3 msk sætt sinnep
  • Gratín ostur

Tags: No tags

Comments are closed.