humarsupa

Humarsúpan okkar sem sósa?

Með metnaðarfyllstu vörutegundum okkar er humarsúpan. Einstaklega bragðgóð, er fullelduð og aðeins þarf að hita hana upp. Krafturinn er soðinn úr humarklóm og úr því gerð kraftmikil humarsúpa sem hvaða veitingarstaður væri stoltur af.


Grímur kokkur mælir með að steiktir séu humarhalar eða annað sjávarfang og bætt út í súpuna. En einnig er hægt að nota súpuna eina og sér og hefur hún verið vinsæl sem pasta sósa eða sósa yfir fiskibollurnar okkar. Við mælum með að þú prufir.

fiskitaco

Fiskistangir í fiskitaco?

Forsteiktu fiskistangir hans Gríms er vara sem slegið hefur í gegn hjá bæði fullorðnum og börnum.
Glænýr þorskur hjúpaður með raspi. Stangirnar eru sérlega ljúffengar þegar raspurinn er orðinn stökkur eftir eldun. Hægt er að nýta stangirnir á ólíkan hátt en nýjsta prófun okkar er að nýta stangirnar í fiskitaco. Við mælum að þú prófir.

Upphitunaraðferð: Hitið ofninn í 185°C. Setjið stangirnar frosnar inn og hitið í 12-15 mínútur.

Ath! Ofnar eru mismunandi að gerð og gæðum, og er upphitunartíminn aðeins til viðmiðunar.

reykt ýsa

Reykt ýsa með hrísgrjónum og eplum

Byrjið á að sjóða hrísgrjónin.
Ýsan er roðrifin og sett í pott. Suðunni er náð upp og þá er ýsan tekin úr pottinum.
Setjið hrísgrjónin í eldfast mót og raðið ýsunni yfir. Skerið grænmetið og eplin og svissið á pönnu. Bætið rjómanum og sæta sinnepinu á pönnuna. Því næst er þessu bætt við í eldfasta mótið og að lokum er ostinum dreift yfir.
Bakað í 175°c heitum ofni í 12 mínútur. Gott er að bera fram með þessu hvítlauksbrauð og ferskt salat.

  • 1200 g reykt ýsa
  • 200 g hrísgrjón
  • 2 stk rauð epli
  • 1 stk laukur
  • 1 stk rauð paprika
  • 1 peli rjómi
  • 3 msk sætt sinnep
  • Gratín ostur