Fiskibollur

Gríms fiskibollur eru ljúffengar og bragðgóðar og margir viðskiptavinir Gríms kokks hafa sagt að þær minni helst á fiskibollurnar hennar mömmu. Þetta er gamall íslenskur réttur sem er þó alltaf jafn vinsæll meðal landsmanna. Prófaðu þessar frábæru fiskibollur og þú verður ekki fyrir vonbrigðum.
Fiskibollurnar eru fulleldaðar, aðeins þarf að hita þær upp í ofni, á pönnu eða í örbylgjuofni.
 
- Hitið í ofni í 8-10 mínútur við 180°C ef bollurnar eru frosnar þarf 15-20 mínútur. 
- Hitið á pönnu þar til þær eru gegnum heitar.
- Hitið í örbylgjuofni í 3-4 mínútur.
 
Ath! Ofnar eru mismunandi að gerð og gæðum, og er upphitunartíminn aðeins til viðmiðunar.
 
Grímur kokkur mælir með:
Soðnum kartöflum, salati, brúnni sósu með eða án lauks, lauksmjöri eða karrý sósu. 
Meira

Plokkfiskur

 
Vinsælasti réttur Gríms kokks, hvort sem er fyrir mötuneyti, heimili, skóla eða leikskóla.
Þessi vara hefur slegið í gegn hjá okkur og allsstaðar fengið frábærar viðtökur enda ekki að ástæðulausu.
Gríms plokkfiskurinn er einn af þessum gömlu góðu íslensku fiskréttum sem hefur verið þróaður þannig að í dag er hann með bestu fiskréttum sem fáanlegir eru.
 
 
Meira

Fiskistangir

Forsteiktar fiskistangir er vara sem slegið hefur í gegn hjá bæði fullorðnum og börnum.

Glænýr þorskur hjúpaður með raspi. Stangirnar eru sérlega ljúffengar þegar raspurinn er orðinn stökkur eftir eldun.

 
 Upphitunaraðferð: Hitið ofninn í 185°C. Setjið stangirnar frosnar inn og hitið í 12-15 mínútur.
 

Ath! Ofnar eru mismunandi að gerð og gæðum, og er upphitunartíminn aðeins til viðmiðunar.

 
 
Meira

Fiskur í raspi

Í áratugi hefur fiskur í raspi verið á matborðum landsmanna, og að sjálfsögðu er Grímur kokkur með sína aðferð við að framreiða þennan vinsæla rétt og þar hefur vel tekist til, prófið þennan góða rétt.
 
Meira

Plokkfiskur í Sparifötum

Hérna er búið að setja yfir plokkfiskinn bearnaisesósu sem setur algjörlega punktinn yfir frábæran rétt.
Meira
Grímur kokkur ehf  |  Hlíðarveg 5  |  900 Vestmannaeyjar  |  481 2665  |  grimurkokkur@grimurkokkur.is
Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2011